Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Tvö stig út um gluggann á lokamínútunni
Úr viðureign kvöldsins hjá Keflavík og Haukum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 4. júlí 2019 kl. 22:18

Tvö stig út um gluggann á lokamínútunni

Tvö stig fóru út um gluggann hjá Keflavík á lokamínútunni í kvöld í Keflavík. Haukar voru í heimsókn á Nettóvellinum í 10. umferð Inkasso-deildar karla.

Dagur Ingi Valsson kom Keflavík yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Keflavík.

Keflvíkingar virtust ætla að halda út leikinn en fengu dæmt á sig víti á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar boltinn fór í hönd Keflvíkings innan vítateigs. Ásgeir Þór Ingólfsson skoraði af öryggi fyrir Hauka og leikar fóru þannig að liðin skildu jöfn, 1-1.

Keflvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með 15. stig eftir leik kvöldsins.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna