Íþróttir

Tvö knattspyrnufélög frá Grindavík í deildarkeppni karla næsta sumar?
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 29. júlí 2019 kl. 09:41

Tvö knattspyrnufélög frá Grindavík í deildarkeppni karla næsta sumar?

GG hafa verið á miklu flugi í 4. deildinni í sumar og eru taplausir í C-riðli.

GG tryggðu sig í úrslitakeppnina með því að vinna Hörð frá Ísafirði um helgina, 2-1. Boris Jugovic gerði bæði mörk GG. Liðið er með 31 stig, tíu stiga forskot á næsta lið.

Liðið er skipað fyrrum kempum sem hafa spilað með Grindavík í efri deildum og ungum leikmönnum sem eru á láni frá Grindavík.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs