Íþróttir

Tveir körfuboltaþjálfarar frá Suðurnesjum hætta
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 27. mars 2020 kl. 15:54

Tveir körfuboltaþjálfarar frá Suðurnesjum hætta

 Tveir Suðurnesja-körfuboltaþjálfarar hafa hætt með lið sín á síðustu dögum. Falur Harðarson lét af störfum að eigin ósk en hann þjálfari Fjölni í Domino’s deild karla og svo Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson en hann komst að samkomulagi við Þór í Þorlákshöfn um að hætta.

Friðrik Ingi hefur þjálfað landsliðið og öll Suðurnesjaliðin í efstu deild, Njarðvík, Keflavík og Grindavík en hann byrjaði ungur að árum að þjálfar Njarðvík. Falur hefur verið við stjórnvölinn hjá Fjölni síðustu þrjú árin.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024