Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tuttugu ára bikartitli fagnað
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 8. nóvember 2024 kl. 06:16

Tuttugu ára bikartitli fagnað

Leikmenn úr bikarmeistaraliði Keflavíkur í knattspyrnu 2004 ásamt stjórnarmönnum og nokkrum stuðningsmönnum komu saman til að minnast þessa magnaða bikarsigurs í síðustu viku.

Keflavík lagði KA í bikarúrslitum 3-0 í frábærum leik á Laugardalsvelli þar sem norðanmenn áttu ekki roð í Keflvíkinga. Liðið úr bítlabænum var nýliði í efstu deild þetta sumar og lék sérlega vel í bikarkeppninni, skoraði níu mörk og hélt hreinu. Einnig var magnað að allir leikirnir í bikarkeppninni þetta ár voru á útivelli.

Þetta var þriðji bikartitill Keflvíkinga en áður hafði liðið unnið bikar 1975, 1997 og síðan kom sá þriðji 2004. Tveimur árum síðar vann Keflavík KR í úrslitaleik árið 2006 á Laugardalsvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar sem voru í hópnum og í kringum hann 2004, fyrir tveimur áratugum síðan, komu saman, rifjuðu upp góða tíma og horfðu síðan m.a. á myndskeið frá bikarleiknunum 2004 sem Garðar Örn Arnarson tók saman.