Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Topplið Vals mætir til Keflavíkur í kvöld
Ljósmynd: Jón Örvar Arason
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 14:04

Topplið Vals mætir til Keflavíkur í kvöld

Keflvíkingar fá topplið Vals í heimsókn í Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld. Leikið verður á Nettóvellinum í Keflavík.

Keflvíkingar hafa komið á óvart í deildinni í sumar, sýnt góðan leik en verið óheppnar. Þær hafa unnið tvo leiki í sumar en tapað fimm. Valskonur hafa hins vegar unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli.

Keflavíkurkonur þurfa sannarlega á stuðningi að halda og eru Keflvíkingar hvattir til að mæta og styðja við bakið á Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna