Íþróttir

Þróttur vann en Víðir tapaði
Þróttarar unnu góðan sigur.
Sunnudagur 14. júlí 2019 kl. 11:33

Þróttur vann en Víðir tapaði

Þróttur V. vann Völsung 2-0 á Vogaídýfuvelli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gær. Sigvaldi Þór Einarsson skoraði í eigið net á 8. mínútu áður en Alexander Helgason gulltryggði sigurinn fimmtán mínútum fyrir leikslok. Þróttur er í 7. sæti með 16 stig á meðan Völsungur er í 5. sæti með 17 stig. 

Dalvík/Reynir vann þá Víði 1-0 í Boganum. Þröstur Mikael Jónsson gerði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. DalvíK/Reynir er í 9. sæti með 15 stig en Víðir í 6. sæti með 16 stig.

Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara Vals var meðal áhorfenda á Vogaídýfuvellinum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs