Íþróttir

Þróttur tapaði fyrsta leik í næstefstu deild
Fyrsta tímabil Þróttar í næstefstu deild verður erfitt en liðið sýndi ágætis tilburði í sínum fyrsta leik þrátt fyrir tap. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 8. maí 2022 kl. 10:18

Þróttur tapaði fyrsta leik í næstefstu deild

Það hefur mikið verið um að vera á knattspyrnuvöllunum þessa helgina. Á föstudag léku flest Suðurnesjaliðin sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu þetta árið þegar keppni í neðri deildum hófst.

Lengudeild karla:

Þróttur - Fjölnir 0:3

Þróttarar stigu stórt skref í sögu félagsins á föstudag þegar þeir léku sinn fyrsta leik í næstefstu deild. Þróttur tók á móti Fjölni á Vogaídýfuvellinum og lengi vel stóðu nýliðarnir í Fjölnismönnum. Eftir markalausan fyrri hálfleik brustu varnir heimamanna þegar gestirnir komust yfir á 53. mínútu. Þrótturum var brugðið við að fá markið á sig og gestirnir gengu á lagið og skoruðu tvö til viðbótar á skömmum tíma (59' og 62').

Þróttur teflir fram mikið breyttu liði frá síðasta tímabili og leikstíll liðsins hefur að sama skapi tekið breytingum. Þróttarar voru mikið til baka en sóttu hratt og sköpuðu sér færi. Það var stress í mönnum í byrjun þessa fyrsta leik en þegar Þróttarar höfðu hrist það af sér áttu þeir ljómandi fína spretti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Þróttarar leggja meiri áherslu á varnarleik en þeir hafa gert að undanförnu en vörn nýliðanna á væntanlega eftir að hafa nóg að gera í sumar.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, skellti sér á fyrsta leik Þróttar í næstefstu deild og má sjá myndasafn þaðan neðst á síðunni.


Afturelding - Grindavík 1:1

Grindvíkingar hófu Íslandsmótið í Mosfellsbænum þar sem þeir mættu Aftureldingu. Grindavík lenti undir þegar fyrrum leikmaður Þróttar, Sigurður Bond Snorrason, kom heimamönnum yfir (33') en Aron Jóhannsson sá til þess að Grindvíkingar færu ekki tómhentir heim þegar hann skoraði jöfnunarmark á 71. mínútu.

Aron Jóhannsson skoraði mark Grindavíkur, hér í leik á síðasta tímabili.
Lengjudeil kvenna:

Tindastóll - Grindavík 2:0

Grindavík byrjaði á erftiðum útileik gegn Tindastóli sem féll úr efstu deild í haust. Tindastóll skoraði tvívegis (10' og 88') og var framherjinn Murielle Tiernan að verki í bæði skiptin.

Talsverðar mannabreytingar hafa orðið á liði Grindavíkur. Úr leik á síðasta tímabili.

2. deild karla:

Þróttur R. - Njarðvík 0:4

Njarðvíkingar hefja leik af krafti og unnu yfirburðarsigur á Þrótturum í Reykjavík. Fyrirliðinn Marc McAusland setti tóninn og skoraði fyrsta mark gestanna (10') sem létu kné fylgja kviði og skoruðu þrjú mörk til viðbótar (Oumar Diouck 26', Magnús Þórir Matthíasson 70' og Úlfur Ágúst Björnsson 77').

Fyrirliðinn opnaði markareikning Njarðvíkinga.

Reynir - Haukar 0:1

Reynir Sandgerði tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á föstudag. Eftir jafnan leik tókst gestunum að brjóta varnin Reynismanna rétt undir lok leiks og tryggja sér sigur (84').

Reynismönnum tókst ekki að skora í fyrsta leik. Mynd úr safni Víkurfrétta.
3. deild karla:

KFG - Víðir 0:1

Víðismenn byrjuðu mótið á góðum útisigri gegn KFG. Það var Jóhann Þór Arnarsson sem skoraði mark Víðis á 79. mínútu.

Jóhann Þór skoraði mark Víðis. Mynd frá síðasta tíjmabili.

Þróttur - Fjölnir (0:3) | Lengjudeild karla 6. maí 2022