Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Þróttur hélt ekki út gegn efsta liðinu
Stefán Rafal fór meiddur af velli og í kjölfarið gerði HK út um leikinn. Mynd úr safni Víkurfrétt
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 11. ágúst 2022 kl. 09:16

Þróttur hélt ekki út gegn efsta liðinu

Þróttur og HK mættust í gær í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þróttur situr í neðsta sæti deildarinnar á meðan HK er í því efsta. EFtir að hafa staðið í toppliðinu lengi vel kláraði HK leikinn með þremur mörkum á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Lokatölur 4:1.

Heimamenn í HK voru talsverst sterkari og þeir komust yfir á 28. mínútu með marki eftir hornspyrnu. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát og Magnús Andri Ólafsson jafnaði leikinn skömmu fyrir leikhlé (42') eftir góða skyndisókn.

Þróttur varð fyrir áfalli þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá þurfti Stefán Rafal Daníelsson, markvörður þeirra, að fara meiddur af velli en Þróttur var án varamarkvarðar og átti það eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. HK gerði út um leikinn á næstu tíu mínútum með þremur mörkum (70', 73' og 79') og styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar en Þróttur situr enn á botninum með sex stig, ellefu stigum á eftir Grindavík sem situr í tíunda sæti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024