Íþróttir

Þróttarar komnir á sigurbraut eftir dramatískan útisigur
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 08:50

Þróttarar komnir á sigurbraut eftir dramatískan útisigur

Þrótt­ur Vog­um vann drama­tísk­an 4:3-útisig­ur á Kára í fyrsta leik 12. um­ferðar 2. deild­ar karla í fót­bolta í gærkvöldi. Sig­ur­markið kom í upp­bót­ar­tíma.

Miroslav Babic skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyr­ir Þrótt en leik­ur­inn lifnaði við í seinni hálfleik.

Hlyn­ur Sæv­ar Jóns­son jafnaði fyr­ir Kára á 53. mín­útu en þrem­ur mín­út­um síðar kom Guðmund­ur Marteinn Hann­es­son Þrótti aft­ur yfir. Ingvar Ástbjörn Ingvars­son kom Þrótti í 3:1 og bjugg­ust þá flest­ir við útisigri.

Hlyn­ur Sæv­ar skoraði sitt annað mark á 64. mín­útu og Andri Júlí­us­son jafnaði í 3:3 með marki úr víti á 88. mín­útu. Þrótt­ar­ar komu til baka og Al­ex­and­er Helga­son skoraði sig­ur­mark á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans.

Þrótt­ur er nú í þriðja sæti með 19 stig, einu stigi minna en Sel­foss og þrem­ur stig­um minna en topplið Leikn­is F. Kári er í ell­efta og næst­neðsta sæti með ell­efu stig.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs