Nettó
Nettó

Íþróttir

Þróttarar finna fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum
Miðvikudagur 5. desember 2018 kl. 18:01

Þróttarar finna fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum

Ungmennafélagið Þróttur hefur stækkað hratt síðustu árin og hefur verið mikill uppgangur í barna- og unglingastarfi félagsins að því er fram kemur í fundargerð félagsins 16. október s.l.

Það eru 125 börn sem æfa knattspyrnu, sund, júdó, leiklist og einnig er öflugur íþróttaskóli leikskólabarna. Knattspyrnudeild félagsins rekur meistaraflokk félagsins sem hefur verið gríðarlega góð auglýsing fyrir sveitarfélagið síðustu árin og spilar í 2. deildinni. Einnig rekur knattspyrnudeild Þróttar öflugt félagsstarf á laugardögum. Félagið hefur fundið fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum.

Samkvæmt fundargerð síðasta stjórnarfundar sem er að finna á heimasíðu félagsins bókaði félagið eftirfarandi: „Starfsemi félagsins hefur stækkað ört síðustu árin hefur félagið fundið fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum. Stjórn samþykkir að leita eftir fundi við Sveitarfélagið Voga varðandi aðstöðuleysi.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs