Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Þróttarar byrja á sigri í körfunni
Þjálfari Þróttarar, Arnór Ingi Ingvason, átti góðan leik og skoraði 26 stig. Mynd af heimasíðu Þróttar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 13:27

Þróttarar byrja á sigri í körfunni

Nýstofnaður meistaraflokkur Þróttar í körfubolta lék loks sinn fyrsta leik í 3. deild karla. Þeir hefja sína göngu á Íslandsmótinu vel og unnu öruggan sigur á Þór (B) frá Akureyri 98:66.

Það leit út fyrir hörkuleik þegar Þórsarar mættu í Vogana til að etja kappi við Þrótt. Jafn var á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að vera með forystu, hálfleikstölur 43:44.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í þriðja leikhluta tóku Þróttarar öll völd á vellinum og sigldu sínum fyrsta sigri í örugga höfn.

Róbert Smári Jónsson hóf leikinn með krafti og skoraði sjö af fyrstu ellefu stigum Þróttar í leiknum.

Menn leiksins: Arnór Ingvason skoraði 26 stig, Birkir Örn Skúlason skoraði átján stig og tók ellefu fráköst, Brynjar Bergmann Björnsson 21 stig og átta stoðsendingar.

Á heimasíðu Þróttar er þess sérstaklega getið að allir leikmenn Þróttar hafi fengið pítusósu að leik loknum.

Ljósmyndarar Þróttar voru á svæðinu og á throtturvogum.is má sjá glæsilega myndasyrpu úr leiknum.