Nettó
Nettó

Íþróttir

Þrjár keflvískar körfuboltakonur í landsliðinu
Embla Kristínardóttir er í landsliðshópnum.
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 10:30

Þrjár keflvískar körfuboltakonur í landsliðinu

Þrír Keflvíkingaru eru í landsliði kvenna í körfuknattleik sem mætir Slóvakíu og Bosníu á Íslandi á næstunni. Annar tveggja nýliða er Bríet Sif Hinriksdóttir úr Keflavík en hún leikur með liði Stjörnunnar. Hinar tvær eru Birna Valgerður Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir.

Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Leikirnir eru liður í undankeppni Eurobasket 2019 en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu.

Birna Valgerður í íslenska landsliðsbúningnum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs