Íþróttir

Þrír Suðurnesjaleikmenn í U20 landsliðinu í körfu á EM
Föstudagur 13. júlí 2018 kl. 06:00

Þrír Suðurnesjaleikmenn í U20 landsliðinu í körfu á EM

Þrír Suðurnesjastrákar eru í U20 ára landsliði Íslands í körfubolta sem tekur þátt í A-deild Evrópumóts landsliða í Chemnitz í Þýskalandi sem hefst á laugardag. Þetta eru þeir Ingvi Þór Guðmundsson úr Grindavík, Keflvíkingurinn Jón Arnór Sverrisson og Snjólfur Marel Stefánsson úr Njarðvík. Adan Eiður Ásgeirsson er fjórði Suðurnesjapeyinn í hópnum en hann er þó á mála hjá Þór Þorlákshöfn.

Þá mun Sigmundur M. Herbertsson dæma á mótinu en Íslendingar mæta Serbum í fyrsta leik sínum í mótinu á laugardag kl. 18.

Allar upplýsingar um mótið hjá strákunum má sjá hér http://www.fiba.basketball/europe/u20/2018 og leikjaplan þeirra má sjá hér http://www.fiba.basketball/europe/u20/2018/team/Iceland#|tab=games_and_results

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024