Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Þriðja tap Keflavíkur en Grindavík með góðan sigur
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel var harðlega gagnrýndur í körfuboltakvöldi Stöðvar 2 fyrir slaka frammistöðu í síðustu tveimur leikjum - sem og aðrir heimamenn Keflavíkur í liðinu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 14. desember 2019 kl. 11:18

Þriðja tap Keflavíkur en Grindavík með góðan sigur

Heimamenn í Keflavíkurliðinu fengu að heyra það hjá Keflvíkingi í körfuboltakvöldi Stöðvar 2

Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik af síðustu fjórum í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir heimsóttu Þór í Þorlákshöfn. Á sama tíma sigruðu Grindvíkingar hina Þórsarana frá Akureyri.

Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn voru sterkari á lokakaflanum. Halldór Garðar Hermannsson reyndist Keflvíkingum erfiður en hann skoraði 34 stig og skyggði á landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík. Útlendingatríóið hjá Keflavík skoraði að venju megnið af stigum liðsins, núna 67 af 81 og það er það sem hefur komið niður á leik liðsins að undanförnu, slök frammistaða íslensku leikmannanna. Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson, einn af sérfræðingum í körfuboltakvöldi Stöðvar 2 var ekki að skafa utan af hlutunum þegar hann sagði frammistaða Íslendinganna í liðinu og sérstaklega Harðar Axel landsliðsmanns, væri hörmuleg.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar eru dottnir úr toppsæti deildarinnar með þessu tapi og þurfa að girða sig í brók þegar nýtt ár gengur í garð.

Þór Þorlákshöfn-Keflavík 89-81 (18-20, 23-22, 23-23, 25-16)

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 25, Dominykas Milka 24/14 fráköst, Deane Williams 18/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/5 fráköst/9 stoðsendingar, Reggie Dupree 5, Magnús Már Traustason 3, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Ágúst Orrason 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Guðmundur Jónsson 0.

Grindvíkingar voru yfir allan tímann á heimavelli sínum í Grindavík og innbyrtu nokkuð sannfærandi sigur 100:94.

Ingvi Þór Guðmundsson og Sigtryggur A. Björnsson voru báðir með 21 stig og Grindvíkingar hafa verið á ágætri siglingu.

Grindavík-Þór Akureyri 100-94 (27-28, 34-19, 21-22, 18-25)

Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 21/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jamal K Olasawere 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 13, Valdas Vasylius 13/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/8 fráköst, Bragi Guðmundsson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.