Íþróttir

Þriðja tap Grindvíkinga - stórleikur í Keflavík í kvöld
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 18. október 2019 kl. 10:57

Þriðja tap Grindvíkinga - stórleikur í Keflavík í kvöld

Grindvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörð. Leikurinn var mjög jafn og spennandi en heimamenn knúðu fram 97-93 sigur í lokin.

Ekki dugði Grindvíkingum að mæta með tvo nýja útlendinga til leiks og Daníel Guðni þjálfari var ekki brosmildur í lok leiks frekar en í síðustu leikjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Dagur Kár Jónsson var atkvæðamestur þeirra gulu með 22 stig.

Stig UMFG: Dagur Kár Jónsson 22/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jamal K Olasawere 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/4 fráköst, Valdas Vasylius 11/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 10/4 fráköst/8 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Bragi Guðmundsson 0.

Það verður síðan stórleikur í Keflavík í kvöld þegar Njarðvíkingar mæta til leiks í Blue höllinni og hefst leikurinn kl. 20.15.