Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Tap hjá Njarðvík en góður sigur Reynis
Njarðvíkingum hefur ekki gengið nógu vel á heimavelli í sumar og ekki unnið leik á Njarðtaksvellinum. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 7. júní 2019 kl. 09:56

Tap hjá Njarðvík en góður sigur Reynis

Reynismenn voru í stuði þegar þeir mættu KH í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gær en Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli gegn Fram í Inkasso-deildinni.

Theodór Guðni Halldórsson skoraði þrennu fyrir Sandgerðinga í þessum stóra sigri á útivelli. Elvar Ingi Vignisson kom Reyni á bragði á 2. Mínútu en það var eina mark hálfleiksins. Theodór Guðni skoraði á á 51. Mín. Elvar Ingi bætti við þriðja tveimur mínútum síðar og Theodór var aftur á ferðinni á 60. Mínútu. Hann kórónaði flotta frammistöðu með sínu þriðja og fimmta marki Reynis á lokamínútunni en á milli skoruðu heimamenn tvö mörk.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvíkingar máttu þola tap gegn Fram á heimavelli í gær 0:1 en sigurmark gestanna kom um miðjan síðari hálfleik. Sóknarleikur heimamanna hefur verið veikleiki liðsins í sumar og sama var uppi á teningnum í þessum leik. Varnarleikurinn mun betri en liðinu gekk illa að búa sér til færi í sókninni. Einu sinni skall hurð þó nærri hælum við mark Fram en boltinn fór í stöng og svo í fang markvarðarins.

Njarðvíkingar eru aðeins fyrir neðan miðja deild en þetta var þriðji tapleikur liðsins. Heimavöllurinn hefur ekki verið að skila stigum í hús og Rafn Markús þjálfari hafði orð á því við fotbolti.net.

Njarðvíkingum gekk illa að koma boltanum í mark Fram.