Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Taekwondo-kappar á leið á heimsmeistaramót
Þeir Ágúst og Kristmundur eru á leið á Heimsmeistaramótið í taekwondo.
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 06:00

Taekwondo-kappar á leið á heimsmeistaramót

Taekwondo-mennirrnir Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Kristmundur Gíslason frá Taekwondo-deild Keflavíkur hafa verið valdir af Taekwondosambandi Íslands til að verða fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramótinu í Manchester. Strákarnir eru búnir að æfa vel síðustu mánuði til þess að undirbúa sig fyrir mótið sem haldið verður dagana 15.–19. maí. Báðir eru þeir nýbakaðir Norðurlandameistarar og er því hægt að segja að þeir séu í fantaformi og hafa háleit markmið fyrir komandi stórmót. Ágúst Kristinn og Kristmundur eru með reynslumestu Taekwondo-mönnum landsins og hafa þrátt fyrir ungan aldur vakið athygli fyrir góða frammistöðu á mótum hér heima og erlendis.

 

Public deli
Public deli