Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Sveindís skoraði í sínum fyrsta leik með Kristianstad
Sveindís í leik með Keflavík.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 10:36

Sveindís skoraði í sínum fyrsta leik með Kristianstad

Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora í sínum fyrsta leik með sænska félaginu Kristianstad. Sveindís kom Kristianstad yfir eftir fimmtán mínútur í æfingaleik gegn Häcken en Kristianstad tapaði leiknum 2:1.

Sveindís Jane átti frábært tímabil í fyrra þegar Keflavík lánaði hana til Breiðbliks, hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki og var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar. Eftir tímabilið gekk hún til liðs við Wolfsburg í Þýskalandi sem lánar hana til Kristianstad fyrst um sinn.

Hjá Kristianstad leikur Sveindís undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur sem var nálægt því að taka við íslenska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Elísabet vildi hins vegar klára tímabilið með Kristianstad sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.

Á vef Fótbolta.net má sjá myndbrot með fyrsta marki Sveindísar fyrir Kristianstad.