Íþróttir

Sveindís Jane með sigurmark Kristianstad
Það ríkti gleði í búningsklefa Kristianstad þegar Sveindís og félagar fögnuðu þremur stigum eftir sigur á Djurgården. Mynd af Facebook-síðu Kristianstad
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 17:21

Sveindís Jane með sigurmark Kristianstad

Kristianstad lék gegn Djurgården á heimavelli í dag í sænsku úrvalsdeildinni og það var Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir sem skoraði sigurmark Kristianstad auk þess að leggja upp jöfnunarmarkið.

Djurgården byrjaði betur, komst yfir á 37. mínútu og leiddi í hálfleik. Í síðari hálfleik átti Sveindís Jane sendingu á Mia Carlsson sem jafnaði leikinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sex mínútum fyrir leikslok skoraði Sveindís sigurmark Kristianstad og er hún nú búin að skora í báðum leikjum Kristianstad. Með sigrinum í dag komust Sveindís og félagar upp í þriðja sæti deildarinnar, upp fyrir Djurgården sem er í fjórða sæti.