Íþróttir

Sveindís Jane er komin heim
Sveindís Jane er aftur orðin leikmaður Keflavíkur. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 7. nóvember 2020 kl. 12:53

Sveindís Jane er komin heim

Sveindís Jane er komin aftur í Keflavík eftir að hafa verið á láni hjá Breiðablik í sumar þar sem hún varð Íslandsmeistari með liðinu og valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Sveindís segir í samtali við Fótbolti.net að það sé óvíst hvað hún geri á næsta ári, hún hafi úr nógu að velja: „En það er bara alveg óljóst hvað ég geri; hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það.“

Public deli
Public deli

Atvinnumennska framundan?

„Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum," segir Sveindís einnig en hún átti frábæra innkomu í íslenska A-landsliðið fyrr í sumar.