Íþróttir

Sveindís besti leikmaður PepsiMax-deildar kvenna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 27. september 2019 kl. 10:36

Sveindís besti leikmaður PepsiMax-deildar kvenna

Natasha Anasi valinn besti útlendingur deildarinnar. Keflavík skoraði 30 mörk en féll samt

Hin átján ára Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji PepsiMax-deildarliðs Keflavíkur var kjörinn leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu. Hún varð efst í M-einkunnagjöf blaðsins í sumar.

Í 2.-3. sæti var Natasha Anasi, fyrirliði Keflavíkurliðsins en hún var jafnframt kjörin besti útlendi leikmaðurinn. Keflavíkurliðið sem féll úr deildinni er því með tvo af bestu leikmönnum deildarinnar að mati fréttamanna Morgunblaðsins. Liðið fékk fleiri M samanlagt en sjö af tíu liðum deildarinnar. Það er flottur árangur en því miður mátti liðið þola fall úr deildinni þrátt fyrir góða frammistöðu í mörgum leikjum.

Morgunblaðið segir í umsögn sinni að það sé sjaldgæft að lið sem skori meira en 30 mörk á leiktíðinni og skori mark eða mörk í öllum útileikjum falli.

Sveindís Jane skoraði sjálf 7 mörk í leikjum liðsins og átti þátt í fjölmörgum öðum en hún lék 17 af 18 leikjum Keflavíkur í sumar. Þær Sveindís og Nathash komust báðar í úrvalslið deildarinnar hjá Morgunblaðinu.

Keflvíkingar gengu frá samningi við þá síðarnefndu nýlega en ekki er vitað annað en að Sveindís leiki með liðinu áfram en hún gerði þriggja ára samning við Keflavík fyrr á þessu ári eins og fram kom í viðtali við Gunnar Magnús þjálfara nýlega.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs