Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Íþróttir

Suðurnesjasigrar í 2. deildinni
Bergþór Ingi Smárason skorar fyrra mark Njarðvíkur í dag. Markvörður KF í háloftaleikfimi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 11. júlí 2020 kl. 21:52

Suðurnesjasigrar í 2. deildinni

Suðurnesjaliðin fóru öll með sigur af hólmi í 2. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla í dag. Njarðvík vann KF í Njarðvík í dag með tveimur mörkum gegn einu. Bergþór Ingi Smárason og Atli Freyr Ottesen Pálsson skoruðu mörk Njarðvíkur.

Víðismenn sóttu sigur til Dalvíkur þar sem þeir mættu Dalvík/Reyni. Úrslitin urðu 1:2 fyrir Víði en mörk þeirra skoruðu Jose Luis Vidal Romero og Edon Osmani.

Public deli
Public deli

Þá sóttu Þróttarar úr Vogum þrjú stig til Húsavíkur, með 1:2 sigri. Brynjar Jónasson og Alexander Helgason skoruðu mörk Þróttar.

Njarðvíkingar eru í 4. sæti 2. deildar, Þróttur í 6. sæti og Víðir í 9. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Kórdrengir eru á toppnum.

Næsta umferð er á föstudag. Þá fær Víðir Kára í heimsókn, Þróttur tekur á móti Selfossi og Njarðvík fer í heimsókn til ÍR-inga.

Hér að neðan er myndasafn úr leik Njarðvíkur og KF en Hilmar Bragi var með myndavélina á Rafholtsvellinum í dag.

Njarðvík - KF | 2. deild karla