Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Suðurnesjaliðin töpuðu í 2. deildinni
Úr leik Víðis og Völsungs á dögunum.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 10:05

Suðurnesjaliðin töpuðu í 2. deildinni

Víðismenn töpuðu með þremur mörkum gegn einu þegar þeir sóttu Fjarðabyggð heim á Eskjuvöllinn fyrir austan um helgina í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla.

Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði mark Víðis í leiknum.

Í síðustu viku tók Þróttur Vogum á móti ÍR á Vogaídýfuvellinum í Vogum. Heimamenn töpuðu leiknum með tveimur mörkum gegn engu.

Á föstudag fá Víðismenn ÍR-inga í heimsókn í Garðinn en Þróttur fer á Selfoss.

Víðismenn eru í 4. sæti 2. deildar með 13 stig en Þróttur Vogum er í 9. sæti með 9 stig.