Íþróttir

Suðurnesjaliðin báru sigur úr býtum
Sunnudagur 9. desember 2018 kl. 21:22

Suðurnesjaliðin báru sigur úr býtum

Njarðvík á toppnum og Keflavík í þriðja sæti

Bæði liðin úr Reykjanesbæ fögnuðu sigri í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Þórsara og höfðu 16 stiga sigur, 91-75. Stigaskori var dreift vel á milli manna og voru þrír leikmenn með yfir 20 stig hjá Keflvíkingum.

Njarðvíkingar sóttu sigur í Breiðholtið í frekar spennandi leik sem lauk með 88-94 sigri þeirra grænu. Elvar Már fór fyrir sínum mönnum með 20 stig en Jeb Ivey og Kristinn Pálsson voru ekki langt undan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvík deilir toppsætinu með Tindastólsmönnum en Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar.

Keflavík-Þór Þ. 91-75 (29-20, 23-23, 17-15, 22-17)

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/10 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 22, Michael Craion 20/12 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Magnús Már Traustason 18/7 fráköst, Ágúst Orrason 3, Elvar Snær Guðjónsson 2, Guðmundur Jónsson 2/4 fráköst, Javier Seco 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

ÍR-Njarðvík 88-94 (21-25, 26-21, 21-22, 20-26)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jeb Ivey 17/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 15/7 fráköst, Logi  Gunnarsson 12, Julian Rajic 10/5 fráköst, Mario Matasovic 9, Maciek Stanislav Baginski 8, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jon Arnor Sverrisson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Garðar Gíslason 0.