Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Suðurnesjaliðin báru sigur úr býtum
Sunnudagur 9. desember 2018 kl. 21:22

Suðurnesjaliðin báru sigur úr býtum

Njarðvík á toppnum og Keflavík í þriðja sæti

Bæði liðin úr Reykjanesbæ fögnuðu sigri í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Þórsara og höfðu 16 stiga sigur, 91-75. Stigaskori var dreift vel á milli manna og voru þrír leikmenn með yfir 20 stig hjá Keflvíkingum.

Njarðvíkingar sóttu sigur í Breiðholtið í frekar spennandi leik sem lauk með 88-94 sigri þeirra grænu. Elvar Már fór fyrir sínum mönnum með 20 stig en Jeb Ivey og Kristinn Pálsson voru ekki langt undan.

Njarðvík deilir toppsætinu með Tindastólsmönnum en Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar.

Keflavík-Þór Þ. 91-75 (29-20, 23-23, 17-15, 22-17)

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/10 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 22, Michael Craion 20/12 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Magnús Már Traustason 18/7 fráköst, Ágúst Orrason 3, Elvar Snær Guðjónsson 2, Guðmundur Jónsson 2/4 fráköst, Javier Seco 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

ÍR-Njarðvík 88-94 (21-25, 26-21, 21-22, 20-26)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jeb Ivey 17/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 15/7 fráköst, Logi  Gunnarsson 12, Julian Rajic 10/5 fráköst, Mario Matasovic 9, Maciek Stanislav Baginski 8, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jon Arnor Sverrisson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Garðar Gíslason 0.
 

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna