Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Suðurnesjakonur sitja á toppnum
Sunnudagur 9. desember 2018 kl. 21:04

Suðurnesjakonur sitja á toppnum

Sigrar hjá Grindavík og Njarðvík

Körfuboltinn rúllaði af stað aftur um helgina og nældu Suðurnesjaliðin í 1. deild kvenna bæði í sigur og deila toppsæti deildarinnar. Njarðvíkingar lögðu Hamarskonur 59-74 í leik sem var jafn allt þar til í síðasta leikhluta, sem Njarðvíkingar áttu gjörsamlega, skoruðu 17 stig gegn aðeins þremur. Kamilla Sól og Jóhanna Lilja skoruðu 21 stig hvor fyrir Njarðvík og Vilborg var með glæsilegar tölur einnig.

Grindvíkingar gjörsigruðu Stólana 94-66 þar sem Hrund Skúladóttir átti enn einn stórleikinn hjá Grindavík, 27 stig, 10 stolnir og fimm stoðsendingar. Þær gulklæddu höfðu yfirhöndina allt frá fyrsta leikhluta og var sigurinn aldrei í hættu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Suðurnesjaliðin deila toppsætinu með Fjölni en þessi lið eru jöfn með 10 stig.

Hamar-Njarðvík 59-74 (17-17, 21-21, 18-19, 3-17)
Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 21, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 21/6 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 9/9 fráköst/5 stolnir, Eva María Lúðvíksdóttir 4/6 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Helena Rafnsdóttir 2, Þuríður Birna Björnsdóttir 1, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Grindavík-Tindastóll 94-66 (24-17, 24-16, 22-20, 24-13)
Grindavík: Hrund Skúladóttir 27/5 fráköst/10 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 16, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 15/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 12/4 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 9/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 2, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 2/9 fráköst/3 varin skot, Sædís Gunnarsdóttir 2, Andra Björk Gunnarsdóttir 0.