Omnis
Omnis

Íþróttir

Stórsigrar hjá Þrótti og Víði
Leikmenn meistaraflokks Þróttar pöntuðu Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra með sér í sjálfu að leik loknum.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 00:19

Stórsigrar hjá Þrótti og Víði

Þróttur Vogum burstaði KFG 5-0. Gilles Mbang Ondo fór á kostum í liði Þróttar og skoraði þrennu. Lassane Drame og Alexander Helgason voru einnig á skotskónum. Þróttur er í fimmta sæti með 22 stig og er KFG í tíunda sæti með 15 stig.

Víðir er í fjórða sæti eftir 3-0 útisigur á botnliði Tindastóls, sem er aðeins með sex stig. Ari Steinn Guðmundsson kom Víði á bragðið og skoraði Helgi Þór Jónsson tvö.

Það var vel mætt á völlinn í kvöld og leikmenn meistaraflokks Þróttar pöntuðu Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra með sér í sjálfu að leik loknum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs