Íþróttir

Stórleikur í Grindavík þegar Keflvíkingar mæta
Miðvikudagur 8. júlí 2020 kl. 15:21

Stórleikur í Grindavík þegar Keflvíkingar mæta

Grindavík mætir Keflavík í Lengjudeild karla á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik en bæði lið hafa farið ágætlega af stað í deildinni og eru með sex stig að loknum þremur umferðum.

Grindavíkurvelli verður skipt í tvö hólf í dag til rúmar völlurinn 1000 áhorfendur. Inngangur Keflavíkur verður norðanmegin eða nær Þorbirni. Hægt er að nýta sér salerni á veitingastaðnum Salthúsið sem er við hlið sundlaugar. Inngangur Grindavíkur verður sunnanmegin eða nær höfninni.  Stuðningsmenn eru hvattir til að nýta sér bílastæði við Hópið. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Miðasala fer fram í appinu Stubbi en þar er hægt að kaupa miða á alla leiki í deildum KSÍ. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganga á gamla mátann. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 1.500 kr.- fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Frítt er fyrir börn 15 ára og yngri og eldri borgara, 67 ára og eldri.

Fyrir leik verður 5. flokkur karla hjá Grindavík hylltur. Liðið náði frábærum árangri á N1 mótinu sem er besti árangur félagsins í því móti frá upphafi.

Grindavík státar sig af einum besta fótboltaborgara landsins og það verður svo sannarlega grillað í kvöld. Hvetjum stuðningsmenn til að mæta snemma og fá sér hamborgara með stuðningsmönnum. Hamborgari og gos á aðeins 1.500 kr.-

Leikurinn verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Aðgangur að útsendingunni kostar aðeins 5 dollara eða um 700 kr.- Ágóðinn af útsendingunni er notaður til að fjármagna tækjakaup hjá GrindavíkTV. Orri Freyr Hjaltalín, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, mun lýsa leiknum ásamt Bjarna Hallfreðssyni. Nálgast má útsendingu hér: https://ungmennafelag-grindavikur.cleeng.com/grindavik-keflavik-lengjudeild-karla-2020/E396091934_IS