Íþróttir

Stofnfiskur styrkir áfram Þróttarara
Föstudagur 3. maí 2019 kl. 07:23

Stofnfiskur styrkir áfram Þróttarara

Stofnfiskur og Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hafa endurnýjað samning sín á milli um að Stofnfiskur verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og mikilvægur fyrir báða aðila og styrkir enn frekar öflugt uppbyggingarstarf deildarinnar sem og að styðja meistaraflokk félagsins í 2 deild.

Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar Vogum: „Samstarf okkar við Stofnfisk hefur nú staðið í bráðum áratug. Stuðningur Stofnfisk við Þróttara í gegnum súrt og sætt verður seint fullþakkaður.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jónas Jónasson framkvæmdastjóri Stofnfisks: „Það er virkilega ánægjulegt fyrir okkur að halda stuðningi áfram við knattspyrnudeild Þróttar.  Þó umræðan um íþróttir snúi mjög að afrekum og afreksfólki þá má ekki gleyma því að það er mikið samfélagsstarf unnið innan Þróttar. Ungt fólk sem elst upp við skipulega íþróttaiðkun býr að því fram eftir ævinni. Stofnfiskur er virkilega stolt af þátttöku sinni og stuðningi við þetta félag“

Stofnfiskur kom að byggingu stúkunnar við Vogabæjarvöll á sínum tíma og á síðasta ári fengu allir yngri iðkendur félagsins utanyfirgalla frá Stofnfiski.