Omnis
Omnis

Íþróttir

Stefan Ljubicic til Grindvíkinga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. júlí 2019 kl. 07:01

Stefan Ljubicic til Grindvíkinga

Keflvíkingurinn ungi, Stefan Alexander Ljubicic hefur gengið til liðs við Pepsi-deildarlið Grindavíkur. Ljubicic fór ungur til Brighton í Englandi þar sem hann spilaði með unglinga- og varaliðinu.

Ljúbicic hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Eastbourne í ensku utandeildinni og var síðan í sumar á reynslu hjá sænska liðinu Öster að sögn fotbolta.net.

Grindvíkingar freista þess að skerpa á sóknarleik liðsis en þeim hefur gengið illa að skora í sumar. Þeir hafa aðeins skoraði 8 mörk í 13 leikjum.

Grindvíkingar mæta botnliði ÍBV í dag, sunnudag og er von á því að Stefan verði í liði heimamanna.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs