Íþróttir

Sjö af tólf í U18 stúlkna frá Suðurnesjum
Íslenski U18 hópurinn.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 5. júlí 2019 kl. 09:37

Sjö af tólf í U18 stúlkna frá Suðurnesjum

– EM hefst í dag

U18 stúlkur eru fyrstar til að hefja leik í Evrópukeppninni þetta sumarið en þær fóru beint frá frá NM í Finnlandi yfir til Makedóníu þar sem þær hefja leik í dag, föstudag 5. júlí, á EM. Ferðalagið gekk vel og hefur liðið komið sér fyrir síðustu daga.

Athygli vekur að sjö af tólf stúlkum íslenska hópsins eru frá Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

U18 stúlkna hópurinn er þannig skipaður:

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Edda Karlsdóttir · Keflavík
Eva María Davíðsdóttir · Keflavík
Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
Fanndís María Sverrisdóttir · Fjölnir
Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
Jóhanna Lilja Pálsdóttir · Njarðvík
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Ólöf Rún Óladóttir · Grindavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar
Stefanía Ósk Ólafsdóttir · Haukar

Þjálfari: Sævaldur Bjarnason
Aðstoðarþjálfarar: Rúnar Ingi Erlingsson og Berglind Karen Ingvarsdóttir
Sjúkraþjálfari: María Björnsdóttir

Stelpurnar eru í B-deild EM ásamt 22 öðrum þjóðum. 16 þjóðir eru í A-deild og 7 þjóðir í C-deild og eru því samtals 46 þjóðir sem taka þátt á EM U18 stúlkna.

Stelpurnar okkar leika í B-riðli ásamtTyrkjum, Portúgal, Sviss og Búlgaríu. Eftir það taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.

Eins og frá öllum EM mótum í sumar á vegum FIBA Europe er hægt að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum netútsendingum frá mótinu á heimasíðu mótsins: fiba.basketball/europe/u18bwomen/2019