Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Sigurjón Rúnarsson framlengir við Grindavík
Sigurjón í leik gegn Magna í sumar. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 08:33

Sigurjón Rúnarsson framlengir við Grindavík

Varafyrirliði Grindvíkinga, varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson, hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Sigurjón er tvítugur og lék nítján leiki með Grindavík í deild og bikar í ár. Hann skoraði jafnframt tvö mörk í sumar.

Sigurjón hefur, þrátt fyrir ungan aldur, fest sig í sessi sem einn af lykilleikmönnum Grindavíkur, hann var varafyrirliði liðsins í sumar og er öflugur varnarmaður. Sigurjón hefur leikið 53 leiki með Grindavík í deild og bikar á ferlinum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það er gleðiefni að Sigurjón verði áfram í herbúðum Grindavíkur. Þetta er leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum og getur svo sannarlega orðið frábær miðvörður þegar fram líða stundir. Hann hefur tekið miklum framförum í sumar, er feikilega vinnusamur og hefur mikið og stórt Grindavíkurhjarta,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindvíkinga, á vef félagsins.