Íþróttir

Seiglusigur í Ljónagryfjunni
Super-Mario reyndir Stjörnumönnum erfiður í gær þegar hann skoraði sautján stig og tók fjögur fráköst. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 3. febrúar 2023 kl. 09:11

Seiglusigur í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar lönduðu sínum fimmta sigri í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og eru komnir í annað sæti deildarinnar (Keflavík er jafnt að stigum en á leik til góða). Það voru Stjörnumenn sem byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta (21:28) en heimamenn sýndu þolinmæði, þrautseigju og seiglu og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og höfðu að lokum sjö stiga sigur (93:86).

Gestirnir höfðu eins stigs forskot á Njarðvíkinga í hálfleik en dæmið snerist við undir miðjan þriðja leikhluta og Njarðvík náði forystunni (50:49). Hvorugt liðið var á þeim buxunum að gefa eftir sigurinn en það voru heimamenn sem voru sterkari á lokametrunum og þeir gáfu forskotið aldrei eftir.

Mario Matasovic var öflugur í liði Njarðvíkur í gær en hann fékk sína fimmtu villu um miðjan fjórða leikhluta, þá sýndi Nicolas Richotti einnig mjög góðan leik, stal m.a. boltanum fimm sinn og var sívinnandi. Aðrir leikmenn létu sitt heldur ekki eftir liggja og var heildarbragur Njarðvíkurliðsins til fyrirmyndar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Richotti setur niður tvö stig snemma í leiknum.
Þristur hjá fyrirliðanum.

Njarðvík - Stjarnan 93:86

(21:28, 22:16, 26:16, 24:26)

Njarðvík: Mario Matasovic 17/4 fráköst, Nicolas Richotti 14/6 stoðsendingar/5 stolnir, Haukur Helgi Pálsson 14, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Jose Ignacio Martin Monzon 10/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 9/7 fráköst/12 stoðsendingar, Lisandro Rasio 8/6 fráköst, Logi Gunnarsson 6, Maciek Stanislav Baginski 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var staddur í Ljónagryfjunni í gær og má sjá myndasafn úr leiknum neðst á síðunni.

Njarðvík - Stjarnan (93:86) | Subway-deild karla 2. febrúar 2023