Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Sanngjarnt jafntefli í Grindavík
William Daniels sá til þess að liðin skildu jöfn. Hér skorar hann jöfnunarmark Grindavíkur undir leikslok. VF-myndir: Hilmar Bragi
Sunnudagur 19. ágúst 2018 kl. 21:29

Sanngjarnt jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan gerðu 2:2 jafntefli í Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu en leikið var á Grindavíkurvelli undir kvöld.
 
Aron Jóhannsson kom heimamönnum yfir á 40. mínútu en hann skoraði af stuttu færi. Markið hafði legið lengi í loftinu en Grindvíkingar voru mun betri aðilinn í leiknum í fyrri hálfleik.
 
Stjarnan komst inn í leikinn með marki eftir aukasptyrnu á 57. mínútu. Aukaspyrnan var á um 30 metra færi en boltinn fór í bakið á Kristijan Jajalo markverði Grindvíkinga og í markið.
 
Bæði lið sóttu nokkuð stíft en Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir á 86. mínútu eftir að hafa unnið boltann af Grindvíkingum sem voru í sókn.
 
Grindvíkingar neituðu að sætta sig við tap og William Daniels sá til þess að liðin skildu jöfn. Hann skotaði af miklu öryggi þegar rétt mínúta lifði af venjulegum leiktíma.
 
Jafnteflið í Grindavík verður að teljast sanngjarnt.

 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík - Stjarnan (2:2)