Íþróttir

Samúel Kári til norsku Víkinganna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 6. október 2020 kl. 16:11

Samúel Kári til norsku Víkinganna

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er genginn til liðs við norska félagið Víking frá þýska félaginu Paderborn.

Samúel fór til Þýskalands í byrjun árs og lék með liðinu þar til tímabilinu lauk í vor. Samúel skrifaði undir tveggja ára samning við norsku Víkingana sem hann lék með á lánssamningi frá Valerenga 2019. Hann varð bikarmeistari með norska liðinu, lék 33 leiki með því og skoraði fimm mörk. Samúel var í landsliðshópi Íslands fyrr í sumar.