Bílrúðuþjónustan
Bílrúðuþjónustan

Íþróttir

Reynismenn sóttu sigur austur - töp hjá Þrótti og Víði
Reynismenn unnu góðan sigur á Egilsstöðum. VF-mynd/pállorri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. júlí 2019 kl. 06:49

Reynismenn sóttu sigur austur - töp hjá Þrótti og Víði

Bojan Stefán Ljubicic kom heldur betur við sögu í sigurleik Sandgerðinga á Egilsstöðumn þegar þeir heimsóttu Hött/Huginn í 3. Deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lokatölur urðu 2-3 fyrir Reynismenn sem eru í 5. sæti deildarinnar með 11 stig og í ágætum málum.

Ljubicic sem er uppalinn Keflvíkingur og spilaði lengi með liðinu skoraði tvö mörk á 34. og 37. mínútu og kom Sandgerðingum í 0-2 forystu fyrir leikhlé.

Heimamenn minnkuðu muninn á 55. mínútu en Gauti Þorvarðarson kom Reyni í 1-3 með góðu marki. Heimamenn minnkuðu muninn á 81. mínútu en þar við sat. Góður sigur á útivelli hjá Reyni.

Þróttur Vogum tapaði stórt á útivelli gegn Dalvík/Reyni 4-1. Lassana Drame skoraði mark Suðurnesjaliðsins sem er í 5.-6. sæti eins og Víðir í Garði sem tapaði sl. fimmtudag gegn KFG 3-1 á útivelli.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs