Nettó
Nettó

Íþróttir

Reynismenn öryggir í undanúrslit
Mánudagur 3. september 2018 kl. 09:23

Reynismenn öryggir í undanúrslit

Þróttur tapaði um helgina og Víðir sigraði og eru ekki lengur í fallbaráttu.

Reynir heimsótti KFS til Vestmannaeyja á laugardaginn í úrslitakeppni 4. deildar. Sannfærandi 0-6 sigur Reynis í fyrri leik liðanna gefur góð fyrirheit. Seinni leikurinn fer fram á miðvikudagskvöldið í Sandgerði. Sigurliðið mætir Kórdrengjum eða Berserkjum í úrslitaleikjum um laust sæti í 3. deild árið 2019. 
 
Völsung­ur sigraði Þrótt 2:0 í Vog­um. Bald­ur Aðal­steins­son og Guðmund­ur Óli Stein­gríms­son skoruðu mörk­in. Þrótti mistókst að jafna leikinn er vítaspyrna fór forgörðum undir lok fyrri hálfleiks. Þróttarar eru í sjöunda sæti 2. deildar með 27 stig.
 
Víðir er kom­inn úr fall­hætt­unni eft­ir 2:1-sig­ur gegn Hug­inn á Seyðis­firði. Mil­an Tasic og Andri Gísla­son skoruðu fyr­ir Víði en Nedo Eres fyr­ir Hug­inn. 

Víðir er í áttunda sæti 2. deildar með 23 stig. 
 
 
 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs