Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Reykjanesbær United í toppbaráttu fjórðu deildar karla
Frá toppslag RB og Kríu í gær. Mynd af Facebook
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 30. júní 2021 kl. 11:13

Reykjanesbær United í toppbaráttu fjórðu deildar karla

RB leikur í A-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu og hefur verið að standa sig vel á Íslandsmótinu. RB er í öðru sæti riðilsins en þeir tóku á móti toppliði Kríu í Reykjaneshöllinni í gær.

Kría komst yfir á tólftu mínútu en Bergsveinn Andri Halldórsson jafnaði leikinn skömmu síðar (18'). Kría komst yfir í seinni hálfleik og RB sótti stíft í lokin en höfðu ekki árangur sem erfiði. Leikurinn var jafn og spennandi en annað tap RB á tímabilinu leit dagsins ljós.

Kría er efst með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en RB er með þrettán stig í öðru sæti, hafði unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli fyrir leikinn í gær.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024