bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Reykjanesbæjarliðin töpuðu bæði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 6. september 2019 kl. 17:10

Reykjanesbæjarliðin töpuðu bæði

Keflvíkingar töpuðu í gær fyrir Leikni R. í 20. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, Inkasso-deildinni.

Sólon Breki Leifsson skoraði eina mark leiksins og þar með sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í fimmta sæti með 31 stig. Aðeins sex stig eru eftir í pottinum en liðin á toppnum eru Fjölnir með 38 stig og Grótta með 37 stig og þau eiga bæðæi leik til góða.

Njarðvíkingar verma botninn í Inkasso-deildinni með 15 stig. Þeir töpuðu í gær fyrir Haukum með fjórum mörkum gegn engu. Njarðvíkingar eiga eftir að mæta Víkingi Ólafsvík og Gróttu, sem er í 2. sæti deildarinnar.

Keflavík á eftir útileik við Hauka og fær topplið Fjölnis í Keflavík í lokaumferðinni.