Íþróttir

Öruggur Keflavíkursigur - leikir hjá UMFN og UMFG í kvöld
Dominykas Milka var enn einu sinni bestur Keflvíkinga en hannskoraði 27 og tók 12 fráköst. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 11:21

Öruggur Keflavíkursigur - leikir hjá UMFN og UMFG í kvöld

Keflvíkingar unnu Þór Ak. Í leik liðanna í Domino’s deildinni í körfubolta í Blue höllinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 97:89.

Heimamenn voru með yfirhöndina allan tímann og leiddu með 12 stigum í hálfleik og juku það forskot í 22 stig að loknum þriðja leikhluta. Þá slökuðu heimamenn aðeins á og norðanmenn minnkuðu muninn þó svo sigur Keflvíkinga væri aldrei í hættu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflavík-Þór Akureyri 97-89 (18-18, 28-16, 30-20, 21-35)

Keflavík: Dominykas Milka 27/12 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 18/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/11 stoðsendingar, Deane Williams 10/12 fráköst/5 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 9/6 fráköst, Magnús Már Traustason 9, Guðmundur Jónsson 5/5 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 5, Andrés Ísak Hlynsson 4, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Ágúst Orrason 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Njarðvíkingar töpuðu naumlega í síðustu umferð fyrir Stjörnunni og Grindvíkingar unnu Fjölni. Njarðvíkingar mæta Valsmönnum og Grindvíkingar fara í Garðabæinn í kvöld, mánudag 3. Febrúar.