Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Íþróttir

Öruggt hjá Þrótturum
Þróttarar halda sínu striki og gleðja áhangendur sína.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 12:59

Öruggt hjá Þrótturum

Þróttarar áttu ekki í vandræðum með KV í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á KR-vellinum í gær.

Það var Spánverjinn Rubén Lozano Ibancos sem kom Þrótturum á bragðið með marki úr vítaspyrnu á 16. mínútu. Hann var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar (18') og Þróttur leiddi í hálfleik 2:0.

Sólning
Sólning

Viktor Smári Segatta skoraði þriðja og síðasta mark Þróttara í seinni hálfleik (69') en KV minnkaði muninn tveimur mínútum siðar (71'). Lengra komust þeir ekki og Þróttur er komið í aðra umferð Mjólkurbikarsins.