Nettó
Nettó

Íþróttir

Ólafur og Ólöf Rún íþróttafólk ársins 2018 í Grindavík
Mánudagur 31. desember 2018 kl. 14:50

Ólafur og Ólöf Rún íþróttafólk ársins 2018 í Grindavík

Körfuknattleiksfólkið Ólafur Ólafsson og Ólöf Rún Óladóttir voru í dag útnefnd íþróttafólk ársins 2018 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar, grindavik.is.
 
Ólafur er fyrirliði og einn af burðarásunum í Grindavíkurliðinu undanfarin ár og fastamaður í A landsliði Íslands. Hann var mjög stöðgur í leik sínum árið 2018. Ólafur hefur lagt mikið á sig við æfingar og er duglegur að taka aukaæfingar þegar tími vinnst til. Þær hafa skilað sér í betri tölum og meiri stöðugleika á árinu sem er að líða. Hann er fyrirliði Grindavíkur og mikill leiðtogi og fyrirmynd bæði innan og utan vallar. Ólafur er bindindismaður á áfengi. 
 
Ólöf spilaði sitt fjórða tímabil með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára. Hún hefur lykilmaður í mestara- og unglingaflokki undanfarin ár. Ólöf hefur verið fastamanneskja í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og hefur leikið 30 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir að hafa farið í aðgerð á hné í byrjun árs var hún mætt aftur á parketið í mars. Hún átti mjög gott tímabil með ungu liði Grindavíkur og var valinn besti leikmaður meistarflokks síðastliðið vor. Ólöf er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur þar sem hún er dugleg að æfa aukalega. 
 
Allar deildir UMFG, Golfklúbbur Grindavíkur, Brimfaxi, GG og ÍG áttu kost á því að tilnefna íþróttamenn og íþróttakonur úr sínum röðum. Kjörið fór þannig fram að valnefnd sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fær kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að sá sem settur var í efsta sæti fékk 10 stig, sá sem settur var í annað sæti 7 stig og sá í þriðja sæti 5 stig. Allir tíu greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 100 stig. 
 
Þrjár efstu í kjöri á íþróttakonu ársins
1. Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur 90 stig
2. Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna 60 stig
3. Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir 50 stig
 
Þrír efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 
1. Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur 88 stig
2. Gunnar Þorsteinsson, knattspyrna 75 stig
3. Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar 45 stig
 
Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2018 
Enok Ragnar Eðvarðsson, hestaíþróttir
Gunnar Þorsteinsson, knattspyrna
Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar
Jón Júlíus Karlsson, golf
Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
 
Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2018 
Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna
Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
Svanhvít Helga Hammer, golf
Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs