Vinstri Grænir
Vinstri Grænir

Íþróttir

Nýr liðsmaður í Þrótt Voga.
Fimmtudagur 26. júlí 2018 kl. 09:02

Nýr liðsmaður í Þrótt Voga.

Markvörðurinn Aron Elís Árnason hefur ákveðið að ganga til liðs við Þróttara frá Vogum og spila í 2. deild út þetta tímabil. Aron hefur verið í fríi frá knattspyrnu á þessu ári. Leikmaðurinn á að baki leiki með flestum yngri landsliðum Íslands en hann er 26. ára. Aron sem spilaði með Keflavík á síðasta ári á að baki fjölmarga leiki í 2. deild með Reyni Sandgerði og Njarðvík. Einnig lék hann með Langevag í Noregi á sínum tíma. 

Þetta er annar leikmaðurinn sem Þróttarar fá í glugganum. Því á dögunum gekk Antonio Jose Espinosa í raðir félagsins frá Selfoss.

Viðreisn
Viðreisn

Þeir geta báðir komið við sögu í kvöld, fimmtudag þegar Þróttara fá Gróttu í heimsókn.