Sindri -3-10 des
Sindri -3-10 des

Íþróttir

Nýr Kani og tveir KR-ingar til Keflvíkinga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 01:14

Nýr Kani og tveir KR-ingar til Keflvíkinga

Domino's-deildarliði Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Deane Williams um að spila með Keflavík næsta vetur. Deane er um tveir metrar á hæð og mikill íþróttamaður að því er segir á heimasíðu Keflavíkur.

Síðustu þrjú ár hefur Deane spilað með Augusta háskólanum í Bandaríkjunum. Á sínu lokaári skoraði hann 16 stig, tók 9 fráköst, 2 stoðsendingar og varði 2,4 skot að meðaltali. Áður en Deane fór í háskóla í Bandaríkjunum spilaði hann þrjú ár í efstu deild í Bretlandi í Bristol Flyers.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs