Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Norðurlandamótið í hnefaleikum fer fram í Akurskóla um helgina
Hildur Ósk Indriðadóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness er meðal keppenda á Norðurlandamótinu í hnefaleikum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 24. mars 2022 kl. 14:04

Norðurlandamótið í hnefaleikum fer fram í Akurskóla um helgina

Hnefaleikasamband Íslands heldur Norðurlandameistaramót í hnefaleikum í Akurskóla næstkomandi helgi, 25.–27. mars. Þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið á Íslandi og munu um 100 keppendur frá Norðurlöndunum taka þátt, þar af er Íslands með tíu keppendur. Einn keppandi úr Hnefaleikafélagi Reykjaness er meðal keppanda, Hildur Ósk Indriðadóttir sem keppir í -66 kg kvenna.

Dagskrá mótsins lítur svona út:
Föstudagur 15:00–19:00
Laugardagur 12:00–15:00 og 17:00–21:00
Sunnudagur 11:00

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Keppendur Íslands:

Karlar fullorðnir:

-75kg Jón Marteinn Gunnlaugsson og Hákon Garðarsson
-86kg Elmar Gauti Halldórsson
-92kg Þorsteinn Helgi Sigurðsson
+92 Elmar Freyr Aðalheiðarsson

Karlar 17–19 ára:

-63,5kg Hafþór Magnússon
-67kg Mikael Helgason
-71kg Ísak Guðnason
-75kg Oliver Örn

Konur fullorðnar:
-66kg Hildur Ósk Indriðadóttir

Tengdar fréttir