Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Njarðvíkingar unnu Kára
Kenneth Hogg heldur áfram að skora fyrir Njarðvík. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 14. september 2020 kl. 10:03

Njarðvíkingar unnu Kára

Njarðvík lék gegn Kára í gær á Rafholtsvellinum í Njarðvík. Það voru Njarðvíkingar sem fóru með sigur af hólmi og sitja þeir því ennþá í þriðja sæti 2. deildar karla eftir sextán umferðir. Selfoss og Kórdrengir unnu bæði sína leiki og eru fjórum stigum fyrir ofan Njarðvík.

Það var skoski markvarðahrellirinn Kenneth Hogg sem skoraði fyrra mark Njarðvíkinga á 5. mínútu og var það eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleik setti Kári ágætis pressu á Njarðvíkinga en Ivan Prskalo náði þó að koma Njarðvík í tveggja marka forystu á 66. mínútu og innsiglaði sigurinn.

Njarðvíkingar eru því áfram í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliðunum.