Nettó
Nettó

Íþróttir

Njarðvíkingar sigursælir fyrir norðan
Yngri flokkar: Fv. Benedikt Natan Ástþórsson, Marmiam Elsayed Badawy, Damjan Tisma, Styrmir Marteinn Arngrímsson, Rinesa Sopi, Helgi Þór Guðmundsson. Á myndina vantar Viljar Goða.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 11:27

Njarðvíkingar sigursælir fyrir norðan

Vormót JSÍ í júdó fór fram um síðustu helgi á Akureyri en Njarðvíkingar mættu þangað með alls þrettán keppendur. Krakkarnir í yngri flokkum, fjórtán ára og yngri, stóðu sig með prýði en flest þeirra voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.

Þau Damjan Tisma, Mariam Badawy og Rinesa Sopi unnu til silfurverðlauna og Styrmir Marteinn Arngrímsson varð þriðji í sínum flokki. Í flokki fimmtán til sautján ára sigraði Ingólfur Rögnvaldsson með nokkrum yfirburðum og hann stóð einnig uppi sem sigurvegari í flokki 18–20 ára. Þá nældu Viljar Goði Sigurðsson (U15 +90kg) og Daníel Dagur Árnason (U18 -60kg) sér í silfur í sínum flokkum og Gunnar Örn Guðmundsson hneppti brons í flokki U18 -73kg, þrátt fyrir að hafa meiðst í sinni fyrstu viðureign.

Ægir Már Baldvinsson sigraði sinn flokk, átján til tuttugu ára, eftir langt hlé frá keppni og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir sigraði flokk -78kg kvenna, í tveimur viðureignum vann hún fullnaðarsigur með ippon (sigurkasti). Þá nældi Daníel Dagur sér einnig í brons í flokki U21 -60kg og Bjarni Darri Sigfússon (U21 -81kg) fékk líka brons í sínum flokki.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs