Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvíkingar komnir í þriðja sæti
Hart sótt að marki Víðismanna í leiknum í kvöld. VF-mynd: Páll Orri
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 22. júlí 2020 kl. 22:34

Njarðvíkingar komnir í þriðja sæti

Í kvöld tóku Njarðvíkingar á móti Víðismönnum í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn sátu Njarðvíkingar í sjötta sæti deildarinnar en Víðir í því tíunda.

Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti í fyrri hálfleik, á 10. mínútu var Atli Freyr Ottesen Pálsson á ferðinni og skoraði fyrsta mark leiksins.

Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum fékk Njarðvík dæmda vítaspyrnu sem Marc McAusland skoraði úr (31'), staðan 2:0.

Public deli
Public deli

Njarðvíkingar voru ekki hættir og skömmu fyrir leikhlé kom Kenneth Hogg þeim í 3:0 (41').

Fátt markvert gerðist í seinni hálfleik að því undanskildu að Víðismenn nældu sér í þrjú gul spjöld (voru búnir að fá tvö í þeim fyrri) og Njarðvíkingar tvö.

Víðismenn hættulega nálægt botninum

Víðismenn sitja áfram í tíunda sæti eftir leiki kvöldsins með sex stig, Dalvík/Reynir eru aðeins tveimur stigum á eftir Víði en Víðir vann viðureign þeirra i fimmtu umferð 2. deildar 2:1.

Víðir er með lakasta markahlutfall liðanna í deildinni, hafa skorað fjögur og fengið á sig 21. Svo það er ljóst að liðið þarf að bæta bæði sóknar- og varnarleikinn til að forðast frekari vandræði.

Njarðvík úr sjötta í þriðja sæti

Eftir sigurinn á Víði koma Njarðvíkingar sér í þriðja sæti deildarinnar með þrettán stig, tveimur stigum á eftir Haukum sem eru í öðru sæti.

Njarðvíkingar hafa verið að vakna til lífsins eftir erfiða byrjun og eru búnir að landa sjö stigum í síðustu þremur leikjum. Þeir eru því komnir í toppbaráttuna og stefna ótrauðir á sæti í Lengjudeildinni að ári.