Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Íþróttir

Njarðvíkingar komnir áfram í Mjólkurbikarnum
Markaskorararnir Bergþór Ingi og Marc McAusland. Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 07:26

Njarðvíkingar komnir áfram í Mjólkurbikarnum

Njarðvíkingar tóku á móti KH í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í gær, sumardaginn fyrsta. Það má segja að sumarið byrji vel hjá Njarðvíkingum en þeir fóru með 3:0 sigur af hólmi.

Öll þrjú mörkin voru skoruð á fyrsta korterinu, það var Bergþór Ingi Smárason sem opnaði markareikninginn með marki á 9. mínútu. Fyrirliðinn Marc McAusland tvöfaldaði forystuna á 15. mínútu og KH menn ráku síðasta naglann í eigin kistu með sjálfsmarki mínútu síðar.

Sólning
Sólning
Byrjunarliðið Njarðvíkinga: Daði, Tómas, Marc, Arnar, Óli Bjarni, Einar Orri, Andri Fannar, Hlynur, Bergþór, Kenny og Hreggviður.

Það kemur svo í ljós á morgun hvaða liði Njarðvík leigur gegn í annarri umferð. Þá mætast Álafoss og GG (Grindavík) og sigurvegari þeirrar viðureignar mætir Njarðvík.