Sporthúsið
Sporthúsið

Íþróttir

Njarðvíkingar í úrslitin í bikarnum
Njarðvíkingar léku við hvern sinn fingur í Ljónagryfjunni og unnu stórsigur. VF-mynd/EyþórSæm.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 16. september 2021 kl. 22:42

Njarðvíkingar í úrslitin í bikarnum

Njarðvíkingar eru komnir í VÍS bikarúrslit í körfubolta karla eftir stórsigur á ÍR í Njarðtaksgryfjunni í kvöld. Lokatölur urðu 109-87 en heimamenn tryggðu sigurinn með frábærum fyrri hálfleik og leiddu með 28 stigum í leikhlé.

Njarðvíkingar sýndu gestunum enga miskunn og hreinlega völtuðu yfir þá með frábærum leik. Hinn fertugi Logi Gunnarsson sagði í viðtali við VF að hann vildi sjá fána á vegg og það gæti orðið raunin ef liðið sigrar sterka Tindastólsmenn á laugardaginn í úrslitaleiknum.

Njarðvík-ÍR 109-87 (24-11, 33-18, 27-26, 25-32)

Njarðvík: Nicolas Richotti 19/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/8 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 17/6 fráköst, Mario Matasovic 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14, Veigar Páll  Alexandersson 12/5 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 7, Jan Baginski 6, Sigurbergur Ísaksson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

ÍR: Shakir Marwan Smith 26, Sigvaldi Eggertsson 13, Breki Gylfason 13, Collin Anthony Pryor 12/4 fráköst, Tomas Zdanavicius 8/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 6, Benoný Svanur Sigurðsson 3, Aron Orri Hilmarsson 2, Alfonso Birgir Söruson Gomez 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Daði Berg Grétarsson 0, Einar Gísli Gíslason 0.