Íþróttir

Njarðvíkingar hlaðnir verðlaunum
Mynd úr safni af sigursælum Njarðvíkingum.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 14:12

Njarðvíkingar hlaðnir verðlaunum

Njarðvíkingar voru sigurreyfir að loknu haustmóti barna og unglinga í júdó sem haldið var í Grindavík. Sjö Njarðvíkingar tóku þátt í mótinu og unnu þeir til þriggja gullverðlauna, þriggja silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna. Með þessum árangri varð deildin í þriðja sæti liða og unnu til flestra gullverðlauna í  U18.  

Njarðvíkingurinn Daníel Dagur Árnason sigraði sinn flokk, -55kg flokk undir 18 ára. Ingólfur Rögnvaldsson sigraði svo -73kg flokk bæði í U18 og U21. Jóhannes Pálsson, Borgar Unnbjörn Ólafsson og Einar Torfi Torfason urðu í öðru sæti í sínum flokkum.   

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024